Karellen
news

Lyngbjalli: Föstudagspistill

18. 08. 2023

Vikan hér á Lyngbjalla hefur liðið hratt.Börnin hafa notið þess að vera úti í útiverunni.Við höfum einnig farið í litlum hópum í íþróttasalinn þar sem við spreitum okkur í ýmiskonar þrautum, leikjum eða verkefnum tengdum leikur að læra.Þá hafa börnin einnig notið þess að vinna með leir en e.t.v. hafið þið foreldrar orðið vör við leirbúta utaná fötum barnanna ykkar.

Þrátt fyrir að leirinn okkar renni vel úr fatnaði í þvotti, a.m.k. í flestum tilfellum, viljum við þó minna ykkur á að senda börnin í leikskólann í fötum sem þola þvott og ýmiskonar hnjask í amstri leikskóladagsins. Einnig er nauðsynlegt að passa upp á að auka fatnaður sé ávalt til staðar í körfum barnanna. Þá hvetjum við ykkur til að vera dugleg að merkja allan fatnað og fylgihluti en hér á Lyngbjalla vinnum við með sjálfshjálp og að barnið æfi sig í að klæða sig.Þá getur alltaf verið að einhverjar flíkur lendi á röngum stað eða hólfi og endi jafnvel óvart heima hjá öðru barni.


© 2016 - 2024 Karellen