Úthlutunarreglur

Verklagsreglur fyrir starfsemi leikskóla í Sveitarfélaginu Vogum

Umsókn

Sækja má um leikskóladvöl fyrir barn þegar kennitala þess hefur verið skráð í þjóðskrá

Sótt er um leikskóladvöl á heimasíðu leikskóla eða í gegnum íbúagátt og á heimasíðu Sveitarfélagsins Voga. Einnig má nálgast umsóknareyðublöð á skrifstofu sveitarfélagsins

Forsenda þess að barni sé úthlutað leikskóladvöl er að lögheimili þess sé í Sveitarfélaginu Vogum. Foreldrar/forráðamenn sem hyggjast flytja í sveitarfélagið geta sótt um leikskóladvöl en barn fær ekki úthlutað leikskólaplássi fyrr en lögheimili hefur verið flutt. Foreldrar/forráðamenn skulu tilkynna leikskólastjóra sérstaklega um lögheimilisflutninginn

Meðhöndlun umsóknar -úthlutun

Leikskólastjóri úthlutar leikskóladvöl í samræmi við reglugerð þessa

Almennt er miðað við 12 mánaða aldur við mat á umsóknum

Dagsetning umsóknar ræður því að öllu jöfnu hvenær barn fær úthlutað leikskóladvöl

Aðalinnritun leikskólans fer fram í ágúst ár hvert fyrir komandi skólaár. Einnig er innritað í janúar og maí ár hvert eftir því sem pláss leyfa

Þegar barni er úthlutað leikskóladvöl fær foreldri/forráðamaður senda tilkynningu þar um í tölvupósti. Foreldrar/forráðamenn hafa 10 daga umhugsunarfrest til að staðfesta tilboð um leikskóladvöl. Ef staðfesting berst ekki þá er litið svo á að leikskóladvöl sé hafnað

Í öllum tilvikum er það skilyrði við inntöku að forráðamenn/greiðendur séu ekki í vanskilum við Sveitarfélagið Voga. Vanskil vegna valkvæðrar þjónustu Sveitarfélagsins Voga er samræmd

Dvalarsamningur

Við upphaf leikskólagöngu skrifa foreldrar undir dvalarsamning sem m.a. kveður á um dvalartíma, fæðiskaup o.fl.

Óski foreldrar eftir breytingum á dvalarsamningi sækja þeir um það hjá leikskólastjóra á þar til gerðum eyðublöðum. Ef unnt er að verða við óskinni taka breytingarnar gildi 1. hvers mánaðar

Forgangur

Sveitarfélagið Vogar áskilur sér rétt til að meta eftirfarandi hópa og veita börnum sem við á forgang á leikskóladvöl umfram önnur börn. Hægt er að sækja um forgang vegna eftirtalinna aðstæðna:

• Fötluð börn, börn með þroskafrávik og/eða seinkaðan þroska

• Börn sem búa við erfiðleika í félagsumhverfi

• Börn einstæðra foreldra

• Börn starfsfólks í leikskóla

• Börn í elsta árgangi leikskóla

Þegar sótt er um forgang þarf að leggja fram vottorð er staðfesta ofangreind skilyrði

Gjaldskrá

Gjaldskrá Sveitarfélagsins Voga er að finna á vefslóðinni www.vogar.is

Leikskólagjöld greiðast fyrirfram. Gjaldagi er 1. hvers mánaðar og eindagi 14 dögum síðar

Ef barn er ekki sótt á tilskildum tíma greiða foreldrar viðbótargjald samkvæmt gjaldskrá. Gjaldið er innheimt eftir á með leikskólagjöldum næsta mánaðar

Hægt er að fá niðurfellingu á fæðiskostnaði ef nemandi er fjarverandi tvær vikur samfellt eða lengur, tilkynna þarf með fyrirvara

Uppsögn

Segja skal upp leikskóladvöl í gegnum íbúagátt á heimasíðu Sveitarfélagsins Voga, eða skriflega á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má hjá leikskólastjóra

Uppsagnarfrestur foreldra/forráðamanna er einn mánuður og miðast við 1. eða 15.hvers mánaðar

Ef foreldrar skulda þrjá mánuði vegna leikskólagjalda er barninu sagt upp leikskóladvöl með hálfs mánaðar fyrirvara

Annað

Röðun á biðlista er háð reglum þessum og því mögulegt að barn færist jafnt fram sem og aftur á biðlistanum allt eftir samsetningu hans


Samþykkt á 89. fundi Fræðslunefndar Sveitarfélagsins Voga þann 18.05.2020 og á 168. fundi bæjarstjórnar þann 27.05. 2020

_________________________________________________________

Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga© 2016 - 2021 Karellen