Saga Skólans

Leikskólinn Suðurvellir tók til starfa 9. október 1991. Frá stofnun hans og fram til ársins 2001 var hann ein deild en þá um haustið opnuðu tvær deildir til viðbótar og miðrými.

Leikskólinn er nú þriggja deilda og allur aðbúnaður og aðstaða er góð. Börnin eru á aldrinum eins árs til sex ára og dvalartími þeirra er frá fjórum klst. upp í níu og hálfa klst. á dag. Deildirnar eru aldursskiptar, þær heita Lágibjalli, Lyngbjalli og Háibjalli. Í sameiginlegu rými skólans er matsalur, íþróttasalur, listaskáli og starfsmannaaðstaða.

Umhverfi leikskólans hefur upp á margt að bjóða, stutt er í svæði þar sem unnt er að njóta útivistar og vettvangsferða, s.s. fjaran sem er í göngufæri við leikskólann, stutt er í móann, Aragerði og önnur opin svæði.

Tekin var upp Heilsustefna í leikskólanum 2004 og Suðurvellir fékk formlega viðurkenningu sem Heilsuleikskóli þann 20. október 2005.

Yfirmarkmið leikskólans er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á hollt mataræði, hreyfingu og listsköpun í leik og starfi.

Einkunnarorð leikskólans er „Heilbrigð sál í hraustum líkama".