Karellen
news

Dagur leikskólans

06. 02. 2024

Dagur leikskólans var í dag, 6. febrúar og við á Suðurvöllum létum það ekki framhjá okkur fara.

Markmiðið með deginum er að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið, ásamt því að beina athygli samfélagsins að því faglega og metnaðarfulla starfi sem unnið er í leikskólum landsins. Þessi dagur á sér þó enn lengri sögu því að á þessum degi, þann 6. febrúar 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Að þessu sinni settum við upp sköpunar stöðvar í listasmiðju þar sem boðið var upp á leir, sem er einn allra vinsælasti efniviðurinn á Suðurvöllum um þessar mundir. Þá var einnig boðið upp á nokkrar tegundir af kubbum og dýr í íþróttasalnum. Þar urðu til allskonar byggingar, háar og lágar, einfaldar og flóknar og allt þar á milli.Í báðum smiðjum var gleði og samvinna höfð að leiðarljósi þar sem allir nutu sín.

© 2016 - 2024 Karellen