Karellen
news

Vikupóstur frá Lyngbjalla

19. 01. 2024

Þessi vika var ákaflega fjölbreytt og skemmtileg og hápunkturinn einstaklega vel heppnaður pabba og afadagur. Afar og pabbar voru fjölmargir, einhverjir buðu eldri bræðrum og eða frændum og bæði fullorðnir og börn léku sér saman við ýmis verkefni.

Snjórinn kom svo í allri sinni dýrð í vikulokin og þá er nú gaman að fara út, vel klædd/ur og leika sér.Það sést kannski vel hve börnin skemmta sér vel á útisvæðinu að það er oft erfitt að fá mörg þeirra til að koma inn aftur.

Orð eru ævintýri, bókin sem öll börn leikskólans og fædd 2018-2020 fengu gefins fyrir jól hefur verið mikið notuð á Lyngbjalla, en allar deildar leikskólans fengu einnig eitt eintak hver.Nú ber hins vegar svo við að bókin okkar á Lyngbjalla hefur hreinlega gufað upp.Við velltum því fyrir okkur hvort það gæti verið að einhvert barnanna hafi, fyrir misskilning, tekið hana með sér heim og viðkomandi hafi e.t.v talið þetta vera sína bók. Því viljum við biðja ykkur, foreldra, að athuga hvort þið sjáið auka eintak heima en bókarinnar er sárt saknað bæði af börnum og kennurum.

Eins og venjulega ljúkum við þessu með nokkrum myndum þar sem sköpun og leikur barnanna er í sviðsljósnu.

© 2016 - 2024 Karellen