Karellen
news

Vikulok á Lyngbjalla

03. 03. 2023

Það er bara allt í einu kominn nýr mánuður en nú eru áherslur marsmánaðar komnar í fataherbergið og á vefinn.

Við á Lyngbjalla munum njóta þess að hafa nema í leikskólakennarafræðum við HÍ, hana Unni, með okkur á deildinni í mars, eða næstu fjórar vikur. Við hlökkum til að fá hana til okkar!

Þið foreldrar hafið e.t.v. tekið eftir að í fataherberginu okkar eru nú litlar myndir af börnunum ásamt leikskólabyggingu. Hvert barn útbjó einnig eigið hús sem á að tákna heimili þeirra. Þetta er nokkurskonar innstimplunarkerfi, en þegar barn mætir í leikskólann að morgni geta þau tekið myndina sína (sem er væntanlega á húsi viðkomandi) og fært hana yfir á leikskólann. Þegar barnið er sótt færir það svo myndina aftur á eigið hús.

Þessi leikur eða verkefni hefur margskonar tilgang, til að mynda geta börnin á auðveldan hátt séð hverjir eru heima. Öll húsin eru merkt með nöfnum barnanna og oft er það svo að þau læra fljótt hvar á veggnum þeirra hús er staðsett. Á húsunum sjá þau einnig nafnið sitt og læra þá oft mjög fljótt hvernig það lítur út þó svo að þau þekki ekki alla bókstafina í því. Einnig getur þetta hjálpað börnum sem eiga erfitt með að koma í leikskólann að hafa slíkt smáverkefni til að vinna áður en það fer inn á deildina eða þeim sem eiga erfitt með að fara heim í lok skóladags. Við vonum að þið, foreldrar og forráðamenn, getið notið þess að taka þátt í þessu með okkur og barninu ykkar.

Hér eru svo nokkrar ljósmyndir úr starfinu eins og venjulega.


© 2016 - 2024 Karellen