Karellen
news

Sönglagalisti og föstudags- smápistill

02. 09. 2022

Nú er vetrarstarfið okkar að hefjast með tilheyrandi hópastarfi og fleiru. Börnin fóru m.a. í vettvangsferðir. Sem dæmi fór einn hópur í gönguferð niður að sjó þar sem horft var á öldurnar í sjónum við mikla hrifningu.

Þá erum við einnig að fara á fullt í orðaforða- og málörvunarverkefninu Málið okkar. Í upphafi skólaársins munum við leggja áherslu á orð sem tengjast okkur sjálfum, s.s. líkamanum okkar, tilfinningum og okkar nánustu. Í gær sendi ég út tölvupóst til ykkar foreldra þar sem fram koma helstu áherslur í námi barnanna í september en þar koma einnig fram að listi með sönglögum yrði settur á vefinn.

Hér er listi með lögum sem við munum æfa okkir í að syngja m.a. í samverustundum og/eða söngstundum og tengja við orðaforðaþemað. Þetta er hins vegar langt í frá að vera tæmandi listi því oft fá börnin einnig tækifæri til að velja sitt uppáhaldslag og jafnvel við kennararnir líka.

  • Ég ætla að syngja
  • Höfuð herðar… hné og tær
  • Það er ókeypis að brosa
  • Í leikskóla er gaman
  • Einn lítil, tveir litlir, þrír litlir fingur

Svo eru auðvitað nokkrar ljósmyndir í lokin eins og venjulega.


© 2016 - 2024 Karellen