Karellen
news

Sólskinsvika á Lyngbjalla

25. 08. 2023

Veðurblíðan hefur aldeilis leikið við okkur síðustu daga en börnin hafa svo sannalega notið þess að vera úti, hlaupið um og leikið sér.

Það er alltaf nóg að gera á Lyngbjalla, bæði inni og úti. Nú fer senn að líða að því að formlegt vetrarstarf hefjist í leikskólanum eða þann 1. september eða á föstudaginn í næstu viku, með tilheyrandi hópastarfi og fleiru. Við á Lyngbjalla höfum verið að fara í íþróttir til hans Badda auk, þess að fara í vettvangsferðir og listasmiðju í litlum hópum. Af öðrum viðburðum á næstunni má nefna að á þriðjudag í næstu viku er íþróttadagur hjá okkur á Suðurvöllum, en þá fara börn og kennarar út á lóð leikskólans þar sem boðið verður upp á ýmiskonar leiki og efnivið tengdum hreyfingu og íþróttum.

Við vonum að þið eigið öll góða helgi og hittumst kát og hress á mánudaginn.

Ávaxtabiti í útiveru

Leikið með leir


Ugluhópur eða elstu börn deildarinnar í listasmiðju.

© 2016 - 2024 Karellen