Karellen
news

Lyngbjalli - Smápistill í vikulok.

10. 11. 2023

Hér á Lyngbjalla hefur vikan liðið hratt og vel fyrir sig. Við erum á fullu við að klára undirbúning fyrir foreldrasamtöl og hlökkum til að spjalla við ykkur um börnin ykkar. Við hvetjum ykkur til að skrá ykkur sem fyrst í samtal og vísum í tölvupóstinn sem sendur var út í gær en skráningarblaðið mun hanga uppi í fataherberginu fram í miðja næstu viku.

Útivera, bæði í formi vettvangsferða að morgni og frjáls leiks eftir hvíld á leikskólalóðinn eru fastir liðir í dagskipulagi og/eða stundarskrá deildarinnar. Nú fer að koma sá árstími sem er nauðsynlegt að hafa vettlinga í hólfum barnanna. Best er ef vetlingarnir eru þannig að barnið getur auðveldlega notað hendurnar sínar, t.d. til að halda á skóflu og mokað og þá einnig að það séu jafnvel fleiri en eitt par til taks. Það má nefnilega alltaf fara inn og ná í aðra vettlinga, t.d. ef þeir verða blautir.

Baráttudagur gegn einelti var á miðvikudaginn. Forsaga dagsins er sú að Verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti ákvað á sínum tíma að standa að sérstökum degi gegn einelti 8. nóvember ár hvert og var dagurinn haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti árið 2011. Markmið dagsins sem er að öllu jöfnu haldinn 8. nóvmber ár hver, er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti, hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu. Við kennarar og starfsfólk á Lyngbjalla höfum einmitt nýtt einhverjar samverustundir þessa viku til að fjalla um og/eða lesa um vináttu, samskipti og tilfinningar okkar og viðbrögð í hinum ýmsu aðstæðum.

Við óskum ykkur góðrar helgar og vonum að allir mæti kátir og hressir á mánudaginn.

© 2016 - 2024 Karellen