Karellen
news

Lyngbjalli: Upphaf skólaárs 2023 - 2024

11. 08. 2023

Nú er fyrsta vikan eftir sumarlokun að líða. Við höfum farið frekar rólega af stað hér á Lyngbjalla og notað tíman til að kynnast hvert öðru og umhverfi og dagskipulagi deildarinar. Við erum öll mis fljót að komast aftur inn í „rútínu“ eftir sumarfrí og fyrir sumum okkar er margt nýtt,sérstaklega fyrir börnin sem koma af Lágabjalla og þeim sem koma nýjir inn í leikskólan.

Á Lyngbjalla eru nú 21 barn, 11 stúlkur og 10 drengir. Elstu börn deildarinnar eru fædd seinni hluta árs 2019 og þau yngstu fyrri hluta árs 2021. Auk þeirra er heill árgangur barna fæddum 2020.Þetta er því mjög breiður hópur bæði í aldri og þroska.

Í vetur vonast ég til að senda út tölvupóst í upphafi hvers mánaðar með helstu upplýsingum um námsmarkmið deildarinnar þann mánuðinn, ásamt upplýsingum um helstu viðburði en fyrsti slíki pósturinn kemur í lok ágúst þegar vetrarstarfið okkur hefst formlega. Þá er einnig ætlunin að setja stuttar fréttir á heimasíðu leikskólans a.m.k. einu sinni í viku þar sem sagt er frá því helsta sem fram fór þá vikuna, bæði í máli og myndum. Þá verða einnig settar ljósmyndir af börnunum inn á foreldrasvæðið. Ef þið eruð með Karellen-appið er möguleiki á að fá tilkynningu þegar ljósmynd af barninu ykkar er sett þar inn.

Þessi tiltekni póstur er bæði sendur í tölvupósti og settur á vef leikskólans undir liðnum deildarfréttir en vefnum eru auk þess nokkrar ljósmyndir með fréttinni sem gaman væri fyrir ykkur að skoða og ræða um með börnunum. Sumir eru e.t.v. ekki til í að tjá sig mikið um myndirnar, sérstaklega þau yngstu, en þær geta orðið gott tæki fyrir ykkur í að efla málþroska barnanna og hæfileika þeirra til að rifja upp og muna. Svo má ekki gleyma að slíkar stundir ýta undir tengsl og nærveru barns og fullorðins, sem er mikilvægt fyrir tilfinningaþroska.

© 2016 - 2024 Karellen