Karellen
news

Lífið á Lyngbjalla

27. 03. 2024

Við á Lyngbjalla höfum lagt mikla áherslu á að lesa fyrir börnin, bæði í skipulögðum samverustundum og utan þeirra, s.s. þegar barn kemur með bók til okkar og biður um að lesið sé fyrir það. Það er áberandi hversu áhugi barnanna á slíkum gæðastundum hefur aukist jafnt og þétt í allan vetur. Þá hafa sögu- og samverustundir hafa einnig verið að birtast í leik barnanna þar sem þau eru ýmist í hlutverki sögumanns eða hlustanda.

Leirinn er einnig ákaflega vinsæll og alltaf gaman að fylgjast með börnunum, hugmyndum þeirra og umræðum eða bara öllu því sem verður til þegar þetta leikefni er í notkun.

..... og starfsfólkið á það einnig til að skemmta sér og öðrum í leik með þennan undra efnivið sem leirinn er.....

Mánaðarmót eru á næsta leyti með allskonar skemmtilegum og spennandi verkefnum. Áherslur hvers mánaðar í vetur eiga sinn stað á heimasíðunni okkar (hér) og nú hafa áherslur aprílmánaðar bæst við.

Þessi vika var í styttra lagi og páskafrí framundan. Við óskum þess að allir geti átt gæðastundir með fjölskyldum sínum um páskana og mæti endurnærð á líkama og sál að fríi loknu.

© 2016 - 2024 Karellen