Karellen
news

Kubbarnir og sólin

14. 03. 2024

Enn ein vikan liðin á Lyngbjalla og allt í einu kominn föstudagur. Eins og venjulega er alltaf nóg að gera og þá er það nú bara svo að tíminn virðist líða hraðar. Veðrið hefur leikið við okkur síðustu daga og það er ekki laust við að margir séu komnir í vorskap og vilja jafnvel fara léttklæddir í útiveru. Þá höfum við fullorðna fólkið þurft að taka umræðuna um sumarið sé nú ekki alveg komið strax og að þó svo að sólin skýni glatt sé enn kalt. Skemmtileg umræða spratt upp í einni umræðustundinni/samverustundinni um sólina og hvernig hún væri að “hita upp” umhverfið okkar fyrir sumarið en það tæki sundum tíma þar sem veturinn, skýin og sólin væru að keppa við hvort annað.

Af leik inni á deild hefur allt gengið sinn vana gang. Áhugi barnanna er um þessar mundir áberandi mestur á ýmiskonar kubbaleik en við á Lyngbjalla búum svo vel að eiga margar tegundir kubba. Þessir kubbar eru ýmist notaðir ein tegund í einu eða blanda af tveimur eða fleiri kubbategundum. Þá er einnig mjög vinsælt að búa til herbergi eða hús úr kubbum og nota svo ýmis leikföng með eins og t.d. eldhús dótið okkar. Leirinn hefur fylgt fast á eftir kubbunum í vinsældum enda eru margir sem geta dundað sér þar sem eru oft ekki til í að dunda sér annarsstaðar.

© 2016 - 2024 Karellen