Karellen
news

Fyrsta vika á nýju ári - Lyngbjalli

06. 01. 2023

Gleðilegt nýtt ár kæru foreldrar og takk fyrir samstarfið á því gamla.

Hér á Lyngbjalla höfum við byrjað nýja árið á rólegu nótunum enda flestir afslappaðir og úthvíldir eftir hátíðarnar. Í vikunni höfum við farið í listsköpun og unnið þar við ýmis verkefni og farið í íþróttasalinn í skipulagðar íþróttastundir eins og áður. Auk þess unnum við með leir inni á deildinni, sungum og lásum eða hlustuðum á sögur, sögðum frá (framsögn) auk ýmissa annara verkefna.

Flestir hafa orðið varir við frostið sem hefur verið hérna hjá okkur upp á síðkastið. Við viljum endilega biðla til ykkar foreldra og forráðamanna að gleyma ekki að athuga hvort allur viðeigandi fatnaður sé ekki örugglega í hólfum barnanna. Fatnaður eins og vettlingar, hlý peysa og húfa, eða viðeigandi skófatnaður mega ekki óvart gleymast heima þegar það er kalt úti.


© 2016 - 2024 Karellen