Karellen
news

Foreldrasamtöl á næsta leiti

02. 02. 2024

Þessi vika var afar fjölbreytt og skemmtileg. Veðrið tók á sig allskonar myndir. Sólin skein, það helli rigndi og kaf snjóaði og vindurinn ýmist blés eða lét lítið fyrir sér fara. Einhverja daga féll hefðbundið hópastarf niður en til að mynda fengu elstu börn leikskólans heimsókn úr grunnskólanum þar sem þau unnu saman verkefni í listasmiðju.Viðá Lyngbjalla létum það samt ekki á okkur fá og unnum bara verkefni inni á deild í staðinn.

Nú erum við kennararnir að hefja skráningar í heilsubók barnanna. Foreldrasamtöl haustannar fóru aðeins úr böndunum vegna óviðránanlegra aðstæðna en við vonum að það gangi betur núna.Foreldrasamtöl á Lyngbjalla munu formlega fara fram dagana 21. 22. 23. og 26 febrúar n.k.á milli klukkan 14 og 16.Skráningablað er nú komið upp í fataherberginu en þið, foreldrar og forráðamenn, eruð hvött til að skrá ykkur og velja þar með þann tíma sem hentar ykkur þessa daga.

Við vonum að allir eigi góða helgi saman og að við sjáumst svo kát og hress á mánudag.

© 2016 - 2024 Karellen