Karellen
news

Vikufrétt frá Háabjalla

01. 10. 2019

Vettvangsferðir eru notaðar í allskonar nám, allt frá því að læra klæða sig, aðstoða náungan eða læra um náttúruna og umhverfið. Við höfum verið að læra um umferðareglurnar og að ganga í hóp, auk þess sem við fræðumst um náttúruna okkar og hvað hún hefur upp á að bjóða með áherslu á haustið. Guli hópur fer í veggvangsferðir á föstudögum en báðir rauðu hóparnir fara saman á þriðjudögum.

Vettvangsferð gula hóps var viðburðarríkari en oft áður. Þar sem veðrið far fallegt ákváðum við að fara í fjöruna. Börnunum finnst alltaf spennandi að fara þangað því þar er svo ótrúlega margt spennandi að sjá. Við skoðuðum þara og allskonar kuðunga og skeljar, máva og fuglaspor sem við sáum í sandinum. Ein stúlka rak augun í einkennilega hrúgu í sandinum og hafði á orði að þetta væri ormur. Það var að hluta til rétt, eða, þ.e.a.s. þetta voru "spor" eftir sandmaðk.


Á leiðinni til baka í leikskólan brá heldur betur til tíðnda. En þá rákumst við á Aðmýrálsfiðrildi, ekki eitt, heldur tvö stykki. Þau eru sjaldgæfir gestir hér á Íslandi og sjást þó aðallega á haustin. Þau geta ekki flogið sjálf hingað frá heimkynnum sínum í Evrópu en koma oft hingað með hressum haustvindum sem bera þau yfir hafið til Íslands.


Leikur að læra

Við erum nú sem endra nær á fullu í Leikur að læra. Þessar myndir eru teknar þegar rauði hópur var í íþróttasal að leika og læra.

© 2016 - 2024 Karellen