news

Sögustund

18. 02. 2020

Á haustönn 2019 fórum við Sigrún (ég) og Hanna á kvöldnámskeið til Reykjavíkur. Þar fengum við fræðslu um hvernig nota má brúður til að efla skilning og áhuga barnana á því að hlusta á sögur. Auk þess fengum við að útbúa okkar eigin sögupersónur. Þessar persónur eru úr þekktum ævintýrum og íslenskum þjóðsögum, eða Gilitrutt og Gullbrá og birnirnir þrír.

Við höfum verið að fikra okkur áfram með sögustundir með brúðurnar okkar og börnin eru afskaplega áhugasöm, einnig þau sem hafa kannski ekki haft mikin áhuga fyrr en brúðurnar komu til sögunnar.

Nú er því bæði hægt að hlusta og sjá söguna gerast.