Karellen
news

Piparkökubakstur

08. 12. 2021

Eins og alltaf fyrir jólin baka börnin á Háabjalla piparkökur. Það er gaman að fá deigið í hendurnar og móta allskonar kökur – kúlur, lengjur, snjókarla, hreindýr og bara allt sem manni dettur í hug. Börnin nutu þess mjög og áttu skemmtilega stund saman þar sem mikið var spjallað og aðeins smakkað. Hverjum finnst ekki gott að fá sér smá deig í munninn. Það er miklu betra bragð af því en af leirnum sem við notum stundum á deildinni. Glöð og ánægð börn fóru heim með piparkökur í poka og sögðust ætla að leyfa fjölskyldunni að smakka með sér.

© 2016 - 2024 Karellen