Karellen
news

Öskudagsfjör

02. 03. 2022

Það var mikið fjör á öskudegi hjá okkur á Háabjalla. Við byrjuðum undirbúninginn í vikunni og saumuðum nokkra öskupoka. Fáir þekkja það fyrirbæri svo við ræddum aðeins um það. Öskupokar voru notaðir í “gamla daga”. Þeir voru hengdir aftan á fólk til gamans, og skemmtilegast var ef þeir héngu lengi á viðkomandi. Stundum var sett aska eða steinar í pokana. Okkar pokar voru flestir tómir. Það var spennandi að reyna að hengja aftan á félagana og stundum erfitt að gera það án þess að tekið væri eftir. En það tókst hjá einhverjum.

Öskudagsmorgun var hefðbundinn og byrjaði á því að allir komu saman í íþróttasalnum og slógu “köttinn úr tunnunni”. Það var samt enginn köttur eða tunna heldur fagurlega skreyttur kassi sem innihélt fjaðrir og ís sem Háabjallabörnin höfðu föndrað. Börnin voru líka vel skreytt þennan daginn, í allskonar búningum sem glöddu augað. Svo sannarlega skemmtilegur dagur.

© 2016 - 2024 Karellen