Karellen
news

Lubbi og guli hópur í gönguferð

10. 10. 2019

Í morgunn fóru elstu börnin í gönguferð, en hann Lubbi okkar vildi ólmur koma með og hjálpa okkur að finna eitthvað í umhverfinu sem byrjar á hljóðunum sem við erum að vinna með þennan mánuðinn.

Í dag vorum við að skoða Hh og Jj. Við fundum hús og jeppa og Lubbi stillti sér stolltur upp fyrir myndatöku. Lubbi og börnin fundu einnig fullt af öðrum orðum sem komu upp í hugan á meðan gönguferðinni stóð, eins og hestur og hæna og jólatré.

Við eigum örugglega eftir að bjóða honum Lubba með í vettvangsferðir í framtíðinni með reglulegu millibili, þar sem hann er svo duglegur að læra um hljóðin.

© 2016 - 2024 Karellen