Karellen
news

Kveðja frá Háabjalla

23. 09. 2019

Slökkviliðið í heimsókn

Í síðast liðinni viku fengu elstu börnin á Háabjalla góða heimsókn, en þá komu gestir frá slökkviliðinu og fræddu okkur um starfið sitt, eldvarnir og hvað við getum gert ef það kemur upp eldur. Við fengum líka að prófa að halda á vatnsbyssunni þeirra og allir sem vildu fengu að máta hjálminn og handskana þeirra. Í lokin var svo horft á fræðslumyndband um þau Loga og Glóð.

Börnin fengu svo verkefnamöppu að gjöf sem hefur að geyma nokkur verkefni, meðal annars er þar verkeni sem þarf að vinna heima með mömmu og/eða pabba. Við vonum að sem flest ykkar hafi sest niður með börnunum ykkar og farið yfir það með þeim þar sem þetta getur bjargað lífi, ef upp kemur eldur, sem við vonum samt að gerist ekki.


Starf og leikur

Annað starf á deildinni var með hefðbundnum hætti, skipulagðir hópastarfstímar, frjálsar stundir og allt þar á milli.


Listaverk

Við á Háabjalla erum dugleg að hengja upp listaverkin okkar og hér í lokin er mynd af aðeins brotabroti af þeim verkum sem við höfum unnið það sem af er þetta haustið. Við viljum endilega hvetja foreldra að rölta reglulega í gegn um leikskólan með börnunum sínum og skoða verkin og leifa þeim að segja ykkur frá sínum verkum.

© 2016 - 2024 Karellen