Karellen
news

Kórinn á ferðinni

29. 04. 2022

Elstu börnin á Háabjalla eru í kór og æfa einu sinni í viku með Heiðu. Kórinn brallar ýmislegt á sínu síðasta ári í leikskólanum. Aðalhlutverk kórsins er að syngja við útskrift sína en öðrum verkum er líka sinnt. Eitt þessara verka er að tengja starf Suðurvalla við samfélagið okkar í Vogunum með söng. Það gera börnin m.a. með því að syngja fyrir eldri borgara í Álfagerði á aðventunni og heimsækja aðrar stofnanir bæjarins og syngja fyrir starfsfólk, gesti og gangandi. Fyrir stuttu völdu börnin tvo staði sem þau heimsóttu. Valið var með lýðræðislegri kosningu og ákveðið að heimsækja að þessu sinni Stóru-Vogaskóla og íþróttamiðstöðina. Þar var sungið fyrir starfsfólk við góðar undirtektir viðstaddra.

© 2016 - 2024 Karellen