news

Guli hópur – Ómar orðabelgur

05. 11. 2019

Það var að vonum spenningur í hópnum þegar börnin mættu í leikskólann sl. föstudag, en strax eftir morgunnmatinn var haldið af stað í rútu til Grindavíkur til að fara á leiksýninguna Ómar orðabelgur.

Sumir virtust meira spenntir fyrir rútuferðinni en sjálfri leiksýningunni, a.m.k. í fyrstu, en allir voru til fyrirmyndar og skemmtu sér konuglega enda var sýningin bæði fróðleg og fyndin og börnin hlógu og tóku þátt þegar við átti.

Að sýningu lokinni fengu allir mynd af Ómari orðabelg til að hafa með sér heim i Vogana en þar beið okkar hádegismatur þegar við komum aftur í leikskólann.