Karellen
news

Frábær fjöruferð

29. 03. 2022

Ævintýrin gerast allstaðar, alla daga. Krummahópur var svo heppinn í vettvangsferð í vikunni að hitta forvitinn sel. Börnin týndu skeljar og nutu útiverunnar í fjörunni. Fljótlega lét selurinn sjá sig, skaut upp kollinum og fylgdist með börnunum að leik. Við ákváðum að hlaupa í hinn enda fjörunnar og athuga hvort hann elti okkur. Sem hann gerði – ekki hlaupandi heldur syndandi. Hann var mjög forvitinn og kom svo nálægt okkur að við sáum stóru augun hans og nasirnar. Börnin ákváðu að kalla hann Tomma. Hann var örugglega ánægður með það. Hann elti okkur líka til baka og á Sæmundarnefi kvöddum við hann og hann vinkaði okkur með sporðinum, gerði gusugang og synti frá landi.

Í samverustund skoðuðum við myndband af sel sem lék sér í sjónum og sýndum hinum börnunum myndir af Tomma. Við eigum vonandi eftir að hitta hann aftur einhverntímann.

© 2016 - 2024 Karellen