Karellen
news

Er hægt að fara út í vondu veðri ?

28. 01. 2022

Háabjallabörnin hafa sko aldeilis svar við því. Við tölum mikið um veðrið og spáum í tíðarfarið. Flestir hafa eitthvað til málanna að leggja, m.a. um hitastig, úrkomu, vindafar og viðeigandi fatnað þá stundina. Við förum samviskusamlega yfir veðrið fyrir hádegi á hverjum degi og ræðum þetta alltsaman. Í vikunni var appelsínugul viðvörun á okkar landssvæði. Það þýðir að það sé mjög vont veður. Samt fórum við út. Áður ræddum við um sterka vindinn sem var úti, réttan klæðnað og hvað það er mikilvægt að vera rétt klæddur. Við ætluðum líka að athuga hvor væri sterkari Kári (vindurinn) eða við. Svo er líka hægt að öskra upp í vindinn. Það er hressandi.

Það voru glöð og vel klædd börn sem örkuðu út í óveðrið og létu vindinn feykja sér um skólalóðina með tilheyrandi öskrum. Enginn kvartaði eða mótmælti – allir voru áhugasamir um veðurupplifunina og komu alsælir inn að lokinni útiveru í appelsínugulri viðvörun.

© 2016 - 2024 Karellen