Karellen
news

Dagur íslenskrar tungu

19. 11. 2021

Jónas Hallgrímsson skáld og náttúrufræðingur fæddist 16. nóvember 1807. Hann orti kvæði og samdi sögur sem við þekkjum og lesum enn í dag. Svo var hann líka duglegur að búa til nýyrði yfir allt mögulegt. Íslendingar heiðra minningu Jónasar með því að tileinka honum Dag íslenskrar tungu.

Við héldum upp á daginn á Háabjalla með því að koma saman með börnunum á hinum deildunum, sungum og fræddumst aðeins um Jónas. Kórinn söng lagið Jónas litli sem er eftir Þórarinn Eldjárn og fjallar um Jónas þegar hann var barn. Í samverustund fræddumst við enn meira um afmælisbarnið, skoðuðum skeljar, myndir af Jónasi og myndir af Hrauni í Öxnadal, þar sem hann fæddist. Svo lásum við líka og skoðuðum bækur – sem við gerum reyndar alla daga. Dagurinn var skemmtilegur og allir sammála um að vanda sig að tala íslensku.

© 2016 - 2024 Karellen