Karellen
news

Bangsadagur og Bíó á Háabjalla

28. 10. 2022

Hér á Háabjalla hefur vikan okkar verið nokkið róleg og notaleg. Mörg börn hafa verið í fríi þessa viku en helst það oft í hendur við frí grunnskólans og eitthvað hefur líka verið um veikindi.

Á fimmtudag héldum við upp á bangsadaginn og komu öll börn leikskólans með bangsa með sér. Bangsinn fékk að fylgja börnunum þann í leik og starfi. Meðal annars fékk bangsinn að taka þátt í söngstund inn í íþróttasal með hinum deildunum. Þar var Háibjalli búinn að gera myndavegg með bangsa og kisu og fengu allir sem mættir voru mynd af sér þar með bangsanum sínum eftir söngstund.

Í Október höfum við mikið talað um Emil í Kattholti og unnið út frá sögunni hans. Við höfum verið að læra lögin hans, hlustað á söguna um hann í hvíldinni og var því ákveðið að enda október á kósý föstudegi og horfa á Emil í Kattholti sem vakti mikla lukku. Við ætlum síðan að ljúka Emils ævintýrinu okkar með því að syngja fyrir alla á leikskólanum "Hlustið kæru vinir" inn í sal næsta fimmtudag.

© 2016 - 2024 Karellen