Karellen
news

útivera á Lágabjalla um hávetur

17. 02. 2023

Þetta er búið að vera harður vetur, frosthörkur, mikill snjór og svo umhleypingar. Við á Lágabjalla höfum farið út að leika þegar veður hefur leyft en við erum svo heppinn að hafa glerskálann okkar og höfum mikið notað hann þennan veturinn. Glerskálinn er kaldur og sannkölluð útiverustemning að vera þar, við klæðum okkur í úlpu,húfu og skó. Síðasta haust náðum við í sand út í sandkassa og settum í ker og inn í glerskála, það hefur nýst vel og við getað mokað sand í allan vetur. Inn í glerskála er einnig ýmist útidót sem gaman er að leika með. Stundum höfum við náð í snjó í bala til að moka og leika með þar inni, það vekur alltaf lukku. Svo er einnig gaman að horfa út á veðrið og heyra í veðrinu sem skellur á glerskálann. Hér eru nokkrar myndir af útiveru í glerskálanum.

© 2016 - 2024 Karellen