Karellen
news

Vikulok á Lágabjalla

13. 10. 2023

Það var mikið að gerast á Lágabjalla þessa vikuna.

Á mánudaginn var afmæli leikskólans en hann hefur verið starfræktur á þessum stað í 32 ár. Í tilefni dagsins hittust allar deildir í íþróttasal og sungu saman. Að loknum söng fengu allir hollustuís gerðan úr ferskum berjum. Við á Lágabjalla settumst með okkar ís við borð í listaskála. Þau sem ekki eru vön ís eða vildu ekki fengu fersk jarðaber.

Á þriðjudaginn voru deildarheimsóknir í leikskólanum. Við á Lágabjalla tóku að sjálfsögðu þátt og buðum börnunum á hinum deildunum í heimsókn til okkar, einnig fórum við í litlum hópum og heimsóttum hinar deildirnar. Börnunum þótti þetta spennandi, en skrítið. Sum hafa aldrei séð inn á hinar deildirnar, aðrir voru að hitta eldri systkyni. Í listaskála var leir og við leiruðum að sjálfsögðu líka.

Á miðvikudaginn fór elstu börnin (þ.e þau börn sem voru á Lágabjalla síðasta vetur) á uppskertuhátíð í matsal með yngstu börnunum af Lyngbjalla. Þessi hópur gróðursetti papríkufræ í byrjun febrúar, en þá var papríka rannsökuð og fræin sett niður í mold. 8 mánuðum síðar eru plönturnar orðnar stórar og komnar með sýnar eigin papríkur sem eru fullþroskaðar. Hátíðin var í matsal og fengu börnin að sjá myndir í sjónvarpi frá ferlinu. Svo voru tvær papríkur skornar af plöntunni og allir fengu að smakka.

© 2016 - 2024 Karellen