Karellen
news

Þriðjudagur og miðvikudagur

26. 05. 2021

Í gærmorgun kom hún Linda til vinnu á Suðurvöllum. Hún var hjá okkur fyrir ári síðan og verður hjá okkur fram að sumarlokun.

Í gær var útivera hjá öllum hópum strax eftir ávaxtabitann fyrir hádegið, eða frá rúmlega 9:20 til 10:15. Þá komu allir inn, fóru á salerni og/eða fengu nýja bleiu og þvoðu hendur vel og vandlega. Um klukkan 10:30 hófst svo samverustund þar sem við sungum saman nokkur lög.

Þessa dagana er það lagið Bangsi lúrir sem er vinsælasta lagið á Lágabjalla. Á meðan lagið er sungið gefst gott tækifæri að slaka á og halla sér aðeins en margir eru oft orðnir mjög þreyttir og syfjaðir á þessum tíma, sérstaklega þá daga sem við förum út fyrir hádegið.

Við fórum ekki út í dag enda er búið að vera dáldið kvasst. Þess í stað voru börnin að leika sér. Bílar, legó kubbar og dúkkur voru meðal þess leikefnis sem börnin notuðu og einhverjir lásu saman bækur með kennara.


© 2016 - 2024 Karellen