Karellen
news

Samverustundir á Lágabjalla

11. 03. 2024

Samverustundirnar á Lágabjalla eru vinsælar hjá börnunum og reynum við að hafa þær fjölbreyttar.Samverustundir eru fyrir hádegismat og standa yfir 10 - 15 mín. Börnunum á Lágabjalla er skipt í þrjá hópa eftir aldri og er hver hópur með einn kennara með sér.Samverustundirnar er mis krefjandi eftir aldri og þroska barnanna. Allir hópar hlusta og skoða Lubba einu sinni í viku „ Lubbi finnur málbein“ Lubbi er bangsa hundur og honum fylgir bók og geisladiskur. Sungin eru lög við hvern bókstaf og börnin læra hvað stafirnir segja, ásamt því að gera táknin með hljóðunum. Bókin er skoðuð og hlutir sem byrja á sama staf dregnir úr poka. Hægt að lesa nánar um Lubbaverkefnið á www.lubbi.is

Lestur bóka er mikilvægur í samverustundum og eru bækurnar mis krefjandi eftir aldri barnanna. Yngstu börnin hlusta á einfaldar sögur eins og litlu smábarnabækurnar á meðan að eldri börnin hlusta á erfiðari sögur eins og Pétur og Úlfurinn og Skrímsli litla systir mín. Einnig eru elstu börnin að æfa sig að ríma, spila bingó og skoða eintölu/ fleirtölu. Loðtöflusögur eru skemmtilegar en þá er sagan sögð og myndirnar úr sögunni festar upp á vegg, þannig geta börnin séð alla söguna birtast smá saman á veggnum.Einnig er vinsælt að lesa sögur með heimaprjónuðum brúðum sem Hanna aðstoðarleikskólastjóri og Sigrún deildarstjóri á Lyngbjalla prjónuðu. En til eru brúður fyrir sögunar Geiturnar þrjár, Gilitrutt, búkollu og Birnina þrjá. Sagan lifnar við með brúðunum og verður að brúðuleikhúsi.

Ýmsir minnisleikir eru vinsælir í samverustundum eins og hver er undir teppinu og hvaða hlutur er horfinn.

Við gleymum að að sjálfsögðu ekki að syngja í samverustundum, en þessa dagana vilja börnin helst syngja „Ég fór í dýragarð í gær“ Við sitjum öll í hring og myndir af dýrum eru á hvolfi í miðjunni. Hvert barn dregur eina mynd og sýnir, og um það dýr er sungið og atkvæðin klöppuð.

Hér eru nokkrar myndir úr samverustundum á Lágabjalla.

© 2016 - 2024 Karellen