Karellen
news

Papríkuræktun á Lágabjalla

11. 04. 2023

Við á Lágabjalla skoðuðum papríku um daginn. Allir fengu að prófa að halda á henni og skoða, hún var stór og fallega rauð. Sumir tóku sér bita og voru aldeilis hissa að sjá lítil fræ inn í papríkunni. Við prófuðum að setja fæin í mold í litlar skyrdósir, og við þurfum ekki að bíða lengi þar til plöntur byrjuðu að kíkja upp úr moldinni. Nú eru plönturnar fluttar út í glerskálann og börnin vökva plönturnar og fylgjast með þeim stækka og dafna. Bráðum þurfa plönturnar stærri potta.

© 2016 - 2024 Karellen