Karellen
news

Papríkuplönturnar sóttar úr pössun.

09. 08. 2023

Eins og kunnugt er settum við á Lágabjalla niður papríkufræ úr papríku síðasliðið vor. Öll börnin á Lágabjalla tóku eina plöntu með heim. Það voru 4 plöntur afgangs sem deildin ætlaði bara að eiga. Þegar sumarfríið kom og leikskólinn lokaði, tók Pálína okkar plönturnar heim til sín í fóstur. Pálína er með gróðurhús og döfnuðu þær vel hjá henni í júlímánuði. Í dag var farið í vettvangsferð heim til Pálínu í Brekkugötu í brakandi blíðu að sækja plönturnar. Yndisleg ferð. Það var gengið niður að sjó eins og venja er í vettvangsferðum, þar var fjara, hópmynd var tekin og áfram gengið áleiðis. Kisa kom forvitin og skiptust þau á að elta hana eða hún að elta hópinn. Þegar komið var til Pálínu var kíkt í gróðurhúsið hennar og fengu allir að smakka jarðaber, þau voru gómsæt. Papríkuplönturnar höfðu aldeilis stækkað og voru þegar komnar 7 grænar papríkur og fullt af hvítum blómum sem verða svo papríkur. Plöntunar eru nú komnar aftur í garðskálann okkar og halda áfram að stækka og dafna. Nú bíðum við spennt eftir að papríkurnar verði tilbúnar og hægt að smakka þær.

© 2016 - 2024 Karellen