Karellen
news

Nýársfréttir

09. 01. 2019

Gleðilegt nýtt ár kæru foreldrar frá okkur á Lágabjalla, og takk fyrir samveruna á liðnu ári.

Það er alltaf gott að fá smá jólafrí, en enn betra er að komast í rútínuna og hitta öll börnin aftur.

Um miðjan desember fengum við til okkar skemmtilegt jólaleikrit sem heitir „Pönnukakan hennar Grýlu“. Bernd Ogrodnik sagði jólasöguna með leikbrúðum af mikilli snilld og naut aðstoðar barnanna í söng og sögu. Frábær sýning sem allir skemmtu sér mjög vel yfir.

Litlu jól Suðurvalla voru haldin 19. desember sl. Dansað var í kringum jólatréð við undirleik Heiðu á Háabjalla og vakti það mikla gleði hjá flestum þegar jólasveinarnir skriðu inn um gluggann á miðju jólaballi. Allir fengu pakka og mandarínu frá jólasveinunum og þar á eftir borðuðum við hangikjöt og tilheyrandi í hádeginu.

Í byrjun janúar byrjaði Rebekka Rós hjá okkur á Lágabjalla.Hún er leikskólakennari og verður vinnutími hennar 8.30 – 14.30. Fanney verður í afleysingu en þó með annan fótinn hjá okkur á Lágabjalla.

Við minnum á starfsdaginn sem verður miðvikudaginn 16. janúar, en þá verður leikskólinn lokaður.

Pabba- og afadagur verður haldinn 22. janúar nk. en það er orðinn fastur liður hjá okkur á Suðurvöllum. Þá bjóða börnin pabba og/eða afa í morgunmat, sýna þeim leikskólann og deildina sína.

Þorrablót verður 30. janúar. Allir fá að smakka á þorramat og koma jafnvel í ullarpeysum eða ullarsokkum.

Nýárskveðja frá starfsfólki Lágabjalla

© 2016 - 2024 Karellen