Karellen
news

Lágibjalli ræktar baunir og skjaldfléttur

18. 04. 2024

Við á Lágabjalla erum svo heppinn að hafa garðskálann nálægt okkar deild, og í morgun fórum við í litlum hópum í garðskálann og settum við niður fræ í blómapotta. Við settum niður baunir sem hægt verður að taka með heim fyrir sumarfrí og skjaldfléttu sem settar verða á útisvæðið í leikskólanum fyrir sumarhátíðina okkar. Börnin voru mjög áhugasöm að hella mold í potta, setja niður fræ og að lokum vökva. Þetta eru fljótsprottnar plöntur og gaman verður að sjá hvort eitthvað kíkji upp úr moldinni fljótlega.

© 2016 - 2024 Karellen