Karellen
news

Lágibjalli í Vettvangsferð

10. 11. 2023

Blái hópur á lágabjalla skellti sér í vettvangsferð í blíðskaparveðri í morgun. Gengið var yfir götuna og að Áfagerði, þar voru stytturnar og jólaljósin skoðun. Áfram var gengið niður að sjó, það var örlítil hálka en ekki það mikið að hætta væri á að detta. Það var gaman nudda fæturnar til við malbikið og finna fyrir hálkunni. Áfram var gengið niður að sjó, það var fjara, nokkrir fuglar flugu yfir hafið og við kölluðum „hvert eru þið að fara ?“ Nokkrir krummar flugu yfir okkur og krúnkuðu hátt. Áfram var gengið í átt að Hvammsgötu, þar sáum við bát á þurru landi, rætt var um hvernig hann væri á litinn og hver ætti hann. Áfram gengum við Hvammsgötu og göngustíginn að leikskólanum og horfðum á sólina birtast smám saman við sjóndeildarhringinn. Dásamleg ferð.

© 2016 - 2024 Karellen