Karellen
news

Hópastarf á Lágabjalla

15. 09. 2023

Allir hópar á Lágabjalla fara í hópastarf. Í hópastarfi er farið í listasmiðju, íþróttir, könnunarleik, sull og vettvangsferðir fyrir elstu börnin. Þ.e árgang 2021.

Börnunum er skipt upp í 4 hópa eftir aldri, fjögur börn eru saman í hóp. Í hópastarfi æfa börnin sig í að tilheyra hóp, samvinnu, umburðarlyndi og að virða skoðanir annarra.

Baddi íþróttakennari sér um íþróttirnar og skipuleggur þær fyrir alla hópana. Við starfsfólk Lágabjalla skiptumst á að vinna með sköpun í listaskála, könnunarleik, sull og vettvangsferðir.

Í listaskála erum við að föndra, mála, teikna, klippa og svo spilum við á hljóðfærin sem eru margvíslega og gaman að uppgötva mismunandi hljóð.

Könnunarleikur er leikur sem bíður börnum uppá tækifæri að skoða, kanna, uppgötva alls konar hversdagslega hluti og ílát, setja ofan í, taka upp úr, sveifla og hringla. Þau læra um mismunandi stærðir og sumir hlutir komast ofan í aðra hluti. Leikurinn er hugsaður sem hópastarf, þar sem tíminn í tiltekt er einnig mikilvægur, þar sem þau læra að para saman og flokka hluti, en það er undirstaða stærðfræðináms.

Sull er alltaf vinsælt, en þá förum við á bleyjum einum fata inn í sullherbergi og sullum. Vatnið er mátulega heitt og ekki hægt að breyta því, þannig er engin hætta er að vatnið sé of kalt eða of heitt. Einnig er hlýtt inn í sullherbergi svo engum verður kalt. Við eigum mikið af ílátum sem gaman er að hella í og úr og fáum oft freyðibað út í vatnið.

© 2016 - 2024 Karellen