Karellen
news

Glerskáli í hríðarbyl og þrautabraut

26. 01. 2024

Nú er veturinn harður og það getur verið erfitt fyrir lítil börn á Lágabjalla að fara út í hálku eða hríðarbyl. Það er aldeilis gott að hafa glerskálann þegar ekki er hægt að fara út. Inn í glerskála er sannkölluð útiverustemning, þar er kalt og við klæðum okkur vel. Síðasta haust náðum við í sand út í sandkassa og settum í ker inn í glerskála, það hefur nýst vel. Inn í glerskála er einnig ýmist útidót sem gaman er að leika með. Gaman er að ná í snjó úti til að moka, blanda við sandinn og leika með þar inni. Horfa svo og heyra í veðrinu sem skellur á glerskálann.

Í hríðarbylnum í dag gerðum við þrautabraut inn á deild og börnin á Lágabjalla voru dugleg að bíða á meðan þrautabrautin var gerð og dugleg að fara brautina. Hér eru nokkrar myndir af útiveru í glerskálanum og þrautabrautinni.





© 2016 - 2024 Karellen