Karellen
news

Fyrstir snjór vetrarins

24. 11. 2023

Fyrsti snjórinn kom í dag. Við á Lágabjalla fórum að sjálfsögðu út í morgun að kíkja á þetta fyrirbrigði. Flest okkar erum að sjá snjó í fyrsta skipti og sumir voru hálf hræddir að ganga út á snjóinn. Flestir tóku þessu fagnandi og voru spenntir að moka snjó og gátu setið í sandkassanum og mokað og hrært saman snjó og sandi í fötur heillengi. Elstu börnin skruppu á útisvæði í vettvangsferð niður að sjó og voru aldeilis hissa hvað það var mikil fjara. „sjórinn er týndur" sögðu þau. Þegar heim var komið úr vettvangsferð urðu miklir fagnaðarfundir að hitta hin börnin á deildinni og segja þeim hvert var farið.

© 2016 - 2024 Karellen