Karellen
news

Föstudagsfréttir

04. 12. 2020

Þessi vika hófst á nýju þema í málörvunnar verkefninu okkar. Núna erum við að skoða orð sem tengjast leikskólanum okkar. Við erum mest að skoða saman myndabækur og/eða myndir af hlutum tengdu þemanu. Einnig erum við kennararnir duglegar að nota orðin í daglegum samræðum við börnin.

Á Lágabjalla erum við mikið að syngja og nýtum okkur allskonar hreyfilög sem hafa gert mikla lukku meðal barnanna. Þau yngstu eru mjög dugleg að gera hreyfingarnar þó svo að þau séu ekki farin að segja mikið. Lagið Höfuð, herðar, hné og tær hefur verið mjög vinsælt í vetur og flestir eru farnir að setja sig í stellingar þegar við kennararnir stingum upp á því að syngja. Lagið er í senn góð hreyfing, æfing í líkamshlutum og vekur gleði og kátínu meðal barnanna.

Í desember munum við syngja meira af hefðbundunm einföldum jólalögum en í morgun, strax efir morgunnmatinn, fórum við í sameiginlega jólasöngstund í íþróttasal með yngstu börnunum á Lyngbjalla. Þetta munum við gera alla föstudagsmorgna fram að jólum.

Ég sendi ykkur helstu áhersluþætti á Lágabjalla í desember mánuði með sem viðhengi og mynni svo á ljósmyndirnar á foreldrasíðum heimasíðunar okkar eða í Karellen Appinu. Ég mæli með að þið fáið börnin ykkar til að skoða myndirnar með ykkur. Það getur verið skemmtileg hugmynd að samverustund fjölskyldunnar.

Góða helgi og sjáumst kát og hress á mánudag.

© 2016 - 2024 Karellen