Karellen
news

Þemavika - umferðin

22. 05. 2023

Í þessari viku er umferðarþema hjá okkur.

Í vettvangsferðum verðum við með áherslu á umferðarreglur og umferðaröryggi. Hópar skoða og lesa bækur um umferðina og vinna verkefni tengd því.

Miðvikudaginn 24. maí er hjóladagur í leikskólanum. Þá mega börn fædd 2017 og 2018 koma með hjólin sín með sér í leikskólann og að sjálfsögðu á hjálmurinn að fylgja með. Áætlað er að lögreglan komi í heimsókn og skoði hjól og hjálma barnanna.

Við munum loka bílastæðinu fyrir umferð frá kl. 10:00 - 11:30.

Fimmtudaginn 25. maí verður fræðsla frá Umferðaskólanum fyrir elstu börnin (börn fædd 2017).

© 2016 - 2024 Karellen