Karellen
news

Sumarhátíðin í máli og myndum

19. 06. 2023

Hinn árlegi Suðurvalladagur var haldinn hátíðlegur hér í leikskólanum síðastliðinn föstudag, 16. júní. Foreldrar fjölmenntu til að taka þátt í hátíðarhöldunum eftir hádegið, en börn og starfsfólk hófu daginn snemma um morguninn með því að skreyta lóðina og undirbúa sig fyrir hátíðarhöldin, t.d. með andlitsmálningu. Einhverjum fannst erfitt að þurfa að bíða eftir að mamma og pabbi kæmu, en tíminn leið hratt þar sem allir höfðu nóg að gera og allt í einu var komið að hádegismat. Í ár var pizza í boði fyrir allla eins og þeir gátu í sig látið. Yngstu börnin, á Lágabjalla borðuðu inni í matsalnum og fóru svo í hvíld en Lyngbjalli og Háibjalli borðuðu hádegismatinn úti. Það að borða úti undir berum himni er oft mikil upplifun fyrir börnin en það hefur einmitt verið hefð á Suðurvöllum, þ.e.a.s. þegar veðurfarið býður uppá það og veðrið lék svo sannanlega við okkur allan daginn.

Fljótlega eftir hádegið fóru svo gestir að streyma að; pabbar, mömmur, systkini, ömmur, afar og frænkur og frændur. Það voru svo félagar í leikfélagi Keflavíkur sem skemmtu okkur og trölluðu með okkur í dágóða stund í boði foreldrafélags leikskólans. Að lokum var boðið upp á síðdegishressingu undir berum himni.

© 2016 - 2024 Karellen