Karellen
news

Sögustundir og fleira á Lyngbjalla

22. 09. 2023

Héðan af Lyngbjalla er allt gott að frétta.Börnin hafa verið sérstaklega áhughugasöm í öllu sem við kemur hópastarfi sem og að leika sér inni á deild.Leikur og nægur tími til að leika sér er órjúfanlegur þáttur í eðlilegum þroska ungra barna. Á Lyngbjalla gefst góður tími á hverjum degi í það sem við á fagmáli köllum frjálsan leik þar sem börnin velja sjálf leikefnið og leikfélagana.Það er svo hlutverk kennarars að vera til staðar, fylgjast með framvindu leiksins og grípa inni ef á þarf að halda, leiðbeina eða aðstoða t.d. þegar barn virðist ekki finna sig í leik.

Í leikskólastarfinu grípum við oft í bók, hvort sem það er í skipulögðum stundum hópastarfsins, sérstökum sögustundum eða á tíma sem er tileinkaður frjálsum leik. Börnin eiga oft frumkvæði af lestrarstund og biðja oft okkur fullorðnafólkið um að lesa fyrir sig.

Allar lestrar og sögustundir þurfa að vera gæðastundir, bæði fyrir börn og kennara og einkennast af rólegu afslappandi umhverfi til að þær beri sem mestan árangur. Sama gildir um það þegar foreldri og barn setjast niður saman með bók. Þá er vert að nefna að það að lesa fyrir börn felur ekki eingöngu í sér að lesa textan eða orðin á blaðsíðum bókarinnar heldur einnig að skoða myndir, spjalla/ræða um þær og söguna, spyrja opinna spurninga og jafnvel að tengja efni bókarinnar á einhvern hátt við fyrri reynslu barnsins.

Aðalfundur foreldrafélags leikskólans var haldinn sl. miðvikudagskvöld og þökkum við öllum foreldrum sem sáu sér fært að mæta. Þær Rakel og Helena frá foreldrafræðsla.is komu til okkar og voru með mjög fræðandi fyrirlestur.

Að lokum óskum við ykkur öllum góðrar helgar og svo eru hér nokkrar svipmyndir frá starfi liðinnar viku.

© 2016 - 2024 Karellen