Karellen
news

Hópastarf á Lyngbjalla

08. 09. 2023

Eins og þið eflaust vitið fara allir hópar á Lyngbjalla í hópastarf út af deildinni. Þetta eru vettvangsferðir, listasmiðja og íþróttir.

Börnum deildarinnar er skipt upp í 3-4 hópa eftir aldri og/eða þroska hvers og eins. Kostir við litla hópa eru m.a. þeir að í minni hóp heyrast raddir allra betur.Kennarinn eða sá fullorðni hefur einnig betri yfirsýn yfir einstaklingana og þroskaferil þeirra. Þá geta smærri hópar hjálpað til við tengslamyndun, bæði milli barna og á milli barns og hins fullorðna.

Eins og fram á stundarskrá hópastarfsins vinnur hver hópur saman a.m.k. þrisvar sinnum í viku þar sem unnið er með sköpun, hreyfingu og vettvangsferðir en á Suðurvöllum eru áhersluþættir Heilsustefnunar hafðir að leiðarljósi í hópastarfinu.

Hann Baddi sér um íþróttirnar og skipuleggur þær fyrir alla hópana. Við kennarar og starfsfólk deildarinnar skiptumst á að vinna með sköpun og vettvangsferðir, auk þess að bjóða uppáþrautir og leiki tengda kennsluaðferðum Leikur að læra, sögustundir o.fl. Mikilvægt er að hafa í huga að þetta eru stundir barnanna, áhugasvið þeirra og hugmyndir þurfa að fá að njóta sín og þau þurfa að fá tíma til að finna lausnirnar sínar sjálf.Hlutverk hins fullorðna er ekki að vera stýrandi heldur er hann með til að læra með börnunum. Hann á að vera til staðar, spyrja opinna spurninga og veita börnunum stuðning til frekara náms. Með þessu móti öðlast börnin aukna færni í tjáningu, framsögn og hlustun sem ýtir undir aukið sjálfstraust þeirra. Í hópa starfi æfa börnin sig einnig í að tilheyra hóp, samvinnu, umburðarlyndi og að virða skoðanir annarra.

Við gátum haldið íþróttadaginn okkar í veðurblíðu vikunnar en honum var einmitt frestað um viku vegna mikillar rigningar og roks daginn sem hann átti upphaflega að vera.Við höfum svo sannanlega notið veðurblíðunnar í vikunni og vonum að það verði áframhald á því. Það er nefnilega svo gott að nýta slíka góðviðris daga til þess að æfa þá list að klæða sig í, sérstaklega fyrir þá sem eru að byrja að læra.

Við óskum ykkur öllum góðrar helgar og látum, að venju, nokkrar myndir fylgja með.

© 2016 - 2024 Karellen