Karellen
news

Gaman í desember

14. 12. 2023

Það er aldeilis búið að vera fjör síðustu daga. Jólasöngstundirnar sem eru alla morgna eru vinsælar og börnin farin að læra þessi helstu jólalög, að minnsta kosti hreyfingarnar sem fylgja. Rauði/ jólapeysudagurinn var skemmtilegur og tókum við hópmynd í tilefni dagsins. Foreldramorgunverðurinn var mjög vel heppnaður, rosalega góð mæting hjá ykkur foreldrum og við þökkum kærlega fyrir komuna og yndislega samveru. Daginn eftir var leiksýning í boði foreldrafélagsins. Þetta var skemmtileg sýning um jólaköttinn sem Grýla rak út úr Gýluhelli vegna óláta og stríðni. Eftir mikil ævintýri hjálpuðu börnin honum að komast aftur heim og sannfæra Grýlu með söng um að hann myndi hætta að stríða og vera góður. Það er alltaf spennandi að fara með börnin á Lágabjalla á leiksýningu, einhver geta orðið hrædd. En okkar börn voru til fyrirmyndar, horfðu með aðdáund á þennan skrítna kött og skemmtu sér vel. Þennan dag fengu við heitt kakó og smákökur í síðdegishressinu. Það var líka hægt að fá mjólk og brauð og nýttu sumir sér það. Piparkökubaksturinn gekk rosalega vel, það var notaleg stund að hnoða saman litlar kúlur við hugljúfa tónlist. Hvert barn átti sínar kökur sem eftir bakstur fóru í poka í hólfin og heim.

© 2016 - 2024 Karellen