Karellen
news

Föstudagspóstur og bangsadagur

27. 10. 2023

Sem endranær hefur verið mikið líf og fjör á Lyngbjalla þessa viku. Við höfum farið í íþróttir, sköpun og vettvangsferðir, auk þess að njóta þess að leika í frjálsum leik inni á deildinni okkar. Þá höfum við kennarar og starsfólk verið duglegar að lesa fyrir börnin og ræða söguna og/eða um orð sem koma fyrir í heni. Það er misjafnt hversu börnin eru til í að spjalla eftir lesturinn en æfingin skapar meistarann.

Við héldum upp á alþjóðlegan bangsadag í vikunni en hann er haldinn hátíðlegur ár hvert, 27. október, á fæðingardegi Theodore Roosevelt, fyrrverandi bandaríkjaforseta. Hann hafði gælunafnið Teddy sem er enska orðið yfir bangsa.Sagan segir að Roosevelt hafi verið mikill skotveiðimaðuren dag einn á bjarnarveiðum fann hann svo til með litlum bjarnarhúni að hann sleppti honum lausum í stað þess að skjóta hann. Washington Post birti skopmynd af atvikinu sem vakti heimsathygli. Búðareigandi í New York var einn þeirra sem heilluðust af sögunni og bjó til leikfangabangsa sem hann kallaði „Bangsann hans Teddy“ en Roosevelt var gjarnan kallaður Teddy. Bangsinn seldist eins og heitar lummur og brátt fóru leikfangabangsar að ganga undir nafninu „teddy“ í Bandaríkjunum.

Í lokin óskum við ykkur svo öllum góðrar helgar


© 2016 - 2024 Karellen