Karellen
news

Föstudagspóstur frá Lyngbjalla

15. 09. 2023

Þessi vika hefur liðið mjög hratt enda skipulagða hópastarfið okkat komið á fullt. Það er nefnilega þannig að þegar nóg er að gera þá virðist tíminn líða hraðar.

Í samverustundum fyrir hádegi er börnunum skipt í hópa þar sem þau fara í ýmsa málörvunarleiki og/eða verkefni. Þar má t.d. nefna að börnin eru mjög áhugasöm um að hjálpa íslenska fjárhundinum Lubba að læra íslensku málhljóðin. Þá er einnig lesið fyrir börnin í þessum stundum og svo jafnvel spjallað saman um söguna.Hver slík samveru stund endar svo auðvitað á því aðvið syngjum saman lagið „Allur matur á að fara….“ Og göngum hljóðlega inn í matsal þar sem hádegisverðurinn bíður okkar.

Af helstu viðburðum má einnig minnast á Dag íslenksrar náttúru, sem er á morgunn, laugardag.Við á Lyngbjalla spáum dálítið í veðrinu, einkum og sér í lagi þegar við förum í vettvangsferðir eða á útisvæðið og spáum þá í því hvernig best sé að klæða sig.Af því tilefni viljum við biðja ykkur foreldra og forráðamenn að sjá til þess að viðeigandi fatnaður komi ávallt með börnunum í leikskólann því eins og við vitum getur veðrið á Íslandi breyst snögglega. Upplýsingar um hvað telst viðeigandi fatnaður er að finna í foreldrahandbókinni okkar.

Við viljum í lokin minna á skipulagsdaginn á mánudag, 18. sept, en þá er leikskólinn lokaður og svo er foreldrafundur á miðvikudag, þann 20. september kl 19:30.

© 2016 - 2024 Karellen