Karellen
news

Bollu-, sprengi- og öskudagur

26. 02. 2019

Hér í leikskólanum er börnum boðið upp á bollur á bolludag, fiskbollur í hádegismat og rjómabollur í síðdegishressingu, það er svo saltkjöt og baunir í hádegisverð á sprengidag.

Á öskudag verður skemmtun í leikskólanum þar sem „kötturinn" verður sleginn úr tunnunni og allir fá þá eitthvað góðgæti.

Þennan dag er frjálst val um búninga sem geta t.d. verið furðuföt, náttföt eða búningar. Það er í lagi að koma með fylgihluti eins og sverð, kórónur og annað sem tilheyrir hverjum búningi fyrir sig.

© 2016 - 2024 Karellen