Karellen
news

Þemavika

20. 04. 2018

Dagana 23. – 27 apríl er umferðarþema í leikskólanum. Þann tíma verður málefnið umferðin okkur öllum enn ofar í huga en venjulega. Markmiðið er að efla þekkingu barnanna á umferðarreglum og færni í að fara eftir þeim. Áhersla er lögð á umferðaröryggi og öryggisbúnað. Við munum fara yfir umferðarreglur og mikilvægi þess að nota bílbelti/bílstóla, auk þess munum við segja sögur og syngja lög tengt viðfangsefninu.

Þriðjudaginn 24. apríl verður hjóladagur í leikskólanum. Þá mega börnin í gula og rauða hóp (börn fædd 2012 og 2013) koma með hjólin sín með sér í leikskólann og að sjálfsögðu á hjálmurinn að fylgja með. Við munum loka bílastæðinu fyrir umferð frá kl. 10:00 - 12:00. Lögreglan ætlar að koma og kíkja á hjólin og eiga spjall við krakkana.

Á fimmtudeginum kíkir svo Lúlli löggubangsi í heimsókn.

© 2016 - 2024 Karellen