news

Ópera fyrir leikskólabörn

08. 11. 2019

Börnin á Háabjalla fengu skemmtilega heimsókn í dag.

Þau Alexandra Chernyshova og Jón Svavar Jósefsson óperusöngvarar komu og voru með óperuleiksýningu. Alexandra var í hlutverki Álfadrottningarinnar og Jón Svavar fór með hlutverk íkornans Ratatöski. Þau kynntu fyrir börnunum ævintýraheim óperunnar, börnin dönsuðu og sungu með . Mjög skemmtileg og falleg sýning og allir nutu sín vel.

Verkefnið er styrkt af Tónlistarsjóði til að efla menningarstarfsemi á Suðurnesjum.

Við á Suðurvöllum þökkum kærlega fyrir okkur.© 2016 - 2021 Karellen