news

Hjólað í vinnuna

08. 06. 2020

Í maí tók starfsfólk Heilsuleikskólans Suðurvalla þátt í vinnustaðakeppni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Hjólað í vinnuna. Starfsmenn tóku keppnina mjög alvarlega og ýmist hjóluðu eða gengu til og frá vinnu í þær þrjár vikur sem keppnin stóð. Við enduðum svo með að lenda í öðru sæti á landinu í flokki vinnustaða með 10 - 20 starfsmenn. Við erum að vonum stolt af árangrinum og hvetur þetta alla til að halda áfram að nota virka ferðamáta til og frá vinnu.